Blue Water Kayaks

DAGUR Á RÓÐRARBRETTI


Ég fór í gær með stelpuna mína og vinkonu hennar á Langasand á Akranesi til að fara á SUP eða Róðrarbretti eins og þau eru kölluð. Ég er ekki með boga á bílnum svo að ég get ekki notað hefðbundnar kajaka festinga en þar sem við erum með bæði með til sölu og leigu mjúkar kajaka festingar, sem eru púðar sem eru ofan á þakinu með bönd og festingar, þá varð þetta ekki vandamál. Þessar festingar eru fullkomnar fyrir innanbæjar snatt og eru notaðar fyrir minni kajaka og SUP/Róðrarbretti.

Róðrarbrettið er 21kg og ég gat ein hent því á bílinn og tekið það á ströndina, en verð að viðurkenna að ég er með harðsperrur í dag eftir þetta. Súper skemmtilegt að leika með SUP og það tekur ekki nema 10 mínútur að ná því að verða öruggur á því. Frábært fyrir börn og fullorðna og ég mæli 100% með því að prufa.


Leave a Reply

%d