Blue Water Kayaks

Róðrarbretti /Strandbretti


Þegar kemur að því að velja sér bretti þá þarf að huga að því sem skiptir máli fyrir þig. Við erum með bæði uppblásið sem og hörð bretti og þau eru bæði jafn skemmtileg og þau eru ólík.

Uppblásið Strandbretti: Eru mjög endingargóð ef farið er vel með þau. Þú þarft aðeins meira jafnvægi hér þar sem breiddin og þykktin stjórnar stöðugleikanum. Flott á vatnið og súper skemmtilegt á öldunar. Fljótt að pumpa upp og tekur lítið pláss. Auðvelt að taka með á áfangastað.

Erum með þessi til sölu á 79,000kr með öllu.

Róðrabretti: Stöðug og endingargóð. Auðvelt að halda jafnvægi bæði á vatni sem og sjó og flestir geta staðið upp eftir nokkrar mínútur. Kemur með innbyggðu geymslu hólfi og er frábær í stuttar og lengri róðrarferðir.
Er 21kg og þarf að flytja ofan á bílnum.
Þarfnast geymslupláss. 

Erum með þessi til sölu og leigu. Söluverð 89,000kr og leiguverð 4500kr fyrir 24tíma. Hægt að leigja tvo tíma í senn ef notað er á Akranesi.


%d bloggers like this: