Your cart is currently empty!
KAJAKA FESTINGAR

Þegar það er tími til að koma kajaknum A til B þá eru margar týpur af festingum á markaðnum sem hægt er að velja úr. Við ætlum aðeins að kíkja á nokkrar tegundir.
J-Rack

J-Rack er vinsælastur þar sem stæðsti kosturinn er að hann hámarkar rými og stöðugleika. Þeir festast beint á bogann og hægt er að koma tveim kajökum á bílinn. Flestir J-festingar falla saman þegar þeir eru ekki í notkun en það er auðvelt að setja þá saman og taka niður. Burðargeta festingar er mismunandi eftir týpum en fer ekki mikið yfir 40-45kg.
Hægt er að lesa meir um þá hér
Hvernig á að nota J-Rack festingar
Saddle Kajaka festingar

Með Saddle festingum þá setur kajakinn flatur á þakinu sem hámarkar öryggi. Oftar en ekki eru þeir notaðir með stærri og þyngri bátum. Ein stæðsta ástæða þess að fólk fær sér þessar festingar er að hægt er að nota þær á nærri allar tegundir kajaka og eru með góða burðargetu.
Ef þú leitar að stöðugleika og öryggi þá er þessi fyrir þig.
Hægt að lesa nánar hér
Þverská og bönd
Margir nota þverslá og bönd til að ferðast með kajakana. Hægt er að kaupa útdraganlegar slær frá mörgum bílavöruverslunum sem eykur plássið á þakinu.