Blue Water Kayaks

Hvenær er of mikill vindur til að fara á kajak? (SOT -Sit on Top)


Hvenær er of mikill vindur til að fara á kajak? (SOT -Sit on Top)

Númer eitt þá þarftu að vera heiðarleg(ur) við sjálfan þig um hversu mikla reynslu þú hefur á kajak. Ef þú hefur ekki farið á kajak áður eða ert með litla reynslu þá er öruggast að fara aðeins þegar vindhraðinn er undir 19 km/klst og veður er gott. Þessi vindhraði er ágætis viðmið fyrir kajak á flestum minni vötnum, tjörnum og hægfara ám.

Vindar frá 8 til 16km/klst geta byrjað að kæla þig niður nema þú sért rétt klædd(ur) og vel varinn frá vind og vætu. Raunveruleikinn er sá að langvarandi vindur yfir aðeins 8 km/klst getur haft áhrif á getu þína til að stjórna kajaknum og koma þér á áfangastað.

Viðmið vindar hér fyrir neðan fer eftir vindátt, staðsetningu sem og reynslu.
Þingvallavatn getur til dæmis verið stórhættulegt þar sem veður og vindar breytast snögglega og vatnið getur hagað sér eins og sjór með stórum öldum áður en þú veist af.

Viðmið fyrir efri vindmörk (á minni vatnsmassa; vötnum, tjörnum og hægfara ám) getur líklega verið einhvers staðar á bilinu 24-32km/klst (6-9m/s)

Þeir sem eru á stærri vötum/sjó ættu að hafa áhyggjur þegar vindhraði nær 16 -24km/klst (4-7m/s)

Vitna í Sigurfara – Siglingafélagið hér á Akranesi sem ráðleggur

“Aldrei að gera meira en þú veist að þú getur”

Það er nauðsynlegt að fylgjast með veðri og vindum og það er eftirvill í lagi að róa í vindmeiri dögum ef vindur stendur á land .

Frábærar síður sem þú ættir að skoða ávalt áður en þú ferð út með kajakinn eru https://www.windy.com/ eða https://belgingur.is/


%d bloggers like this: