Blue Water Kayaks

Öryggi og skilmálar


Öryggi þitt er mikilvægast

nauðsynlegt að þú lesir gaumgæfilega allar upplýsingar þar sem öryggi þitt skiptir öllu máli
  • Ekki ferðast ein(n)
  • Láttu vita af ferðum þínum
  • Fylgstu með veðurspá
  • Vertu rétt útbúin(n) og hafðu aukaföt meðferðis
  • Hafðu nesti
  • Ávallt að nota björgunarvesti
  • Hafðu með þér síma í vatnsheldum poka

Skoðaðu síðuna hjá kayakaklubburinn.is og öryggisbæklinginn hjá þeim.
Alltaf fylgjast með https://safetravel.is/ og vindspá
Sjávarföll
Fyrir byrjendur; 8 seríu stutt video frá Kanoe og kayaka magazine

Leigu skilmálar

1.3 Leigutaki hefur kynnt sér ástand hins leigða og sættir sig við það að öllu leyti.
1.4 Leigutaki skal sýna aðgæslu við meðferð hins leigða og fylgja reglum og leiðbeiningum um notkun þess og meðferð.
1.5 Leigutaki lýsir því yfir að hann hafi nægilega þekkingu til að nota hið leigða og að hann hafi fengið öryggisbækling til skoðunar sem hann hafi lesið og skilið og að hann muni að öllu leyti fylgja þeim öryggisatriðum sem þar koma fram.

2 Ábyrgð leigutaka
2.1 Leigutaki skal til að skila hinu leigða til leigusala í sama ástandi og hann fékk hið leigða afhent.
2.2 Leigutaki ábyrgist að hið leigða eins og hann hefði sjálfur nýtt það og ábyrgist að það sé ekki notað (a) í ólögmætum tilgangi, (b) á ógætilegan eða gáleysislegan hátt, (c) undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna.
2.3 Leigutaki skal nota nauðsynlegar hlífar og umbúðir við flutning hins leigða til að forða hinu leigða frá skemmdum.
2.4 Leigutaki ber alla ábyrgð á notkun hins leigða á leigutímanum, þar með talið á öllu tjóni og skemmdum sem kunna að verða á hinu leigða eða af þess völdum.

3 Leigutími
3.1 Heill dagur í leigu telst vera 24 klukkustundir („dagleiga“). Lágmarksleigutími er 1 dagleiga.
3.2 Upphafsdagur leigu miðast við dagsetningu undirritunar.
3.3 Lokadagur leigu telst sá dagur sem hinu leigða er skilað á þann stað sem er umsamdur skilastaður samkvæmt grein 1.
3.4 Sé hinu leigða ekki skilað á hinum umsamda tíma samkvæmt grein 1.2 skal leigutaki greiða fulla dagleigu fyrir hvern byrjaðan dag umfram skiladag, auk alls kostnaðar sem leigusali kann að verða fyrir vegna þess að hið leigða stendur ekki öðrum viðskiptavinum til reiðu á réttum tíma.

4 Trygging fyrir tjóni leigusala
4.1 Leigutaki skal framvísa kreditkorti og er slík framvísun skilyrði fyrir leigu til tryggingar vegna viðgerða og/eða skemmda á hinu leigða á meðan hið leigða er í leigu leigutaka, aukadögum ef hinu leigða er skilað of seint eða af öðrum ástæðum sem veldur leigusala tjóni gagnvart frekari leigu á hinu leigða.

4.3 Ef hið leigða skemmist að því marki að ekki svari kostnaði að mati leigusala að gera við hið leigða er leigusala heimilt að skuldfæra kreditkort leigutaka fyrir endurkaupverði hins leigða án tillits til aldurs eða slits þess.

5 Fyrirvari um ábyrgð leigusala
5.1 Leigusali ber ekki ábyrgð gagnvart leigutaka eða þriðji aðili vegna slysa eða skemmda sem orsakast af notkun, meðferð eða flutningi hins leigða.
5.2 Leigusali ber enga ábyrgð á beinu eða óbeinu tjóni, sem leigutaki eða þriðji aðili kunna að verða fyrir.

6 Annað
6.1 Leigutaka er óheimilt að framselja réttindi sín samkvæmt samningi þessum.
6.2 Komi til málaferla eða innheimtu í tengslum við samning þennan skal slíkt mál rekið fyrir Héraðsdómi Vesturlands.

%d bloggers like this: