Hvernig geymir þú kajakinn?

Það fer bráðum að koma að því að við þurfum að huga að hvernig við undirbúum kajakinn fyrir geymslu.  Við viljum vernda hann frá skemmdum, frá vindum og veðri sem og gegn þjófnaði.

Það skiptir máli að hugsa vel um hvernig gengið er frá kajaknum þar sem við viljum ganga að honum heilum næst þegar við notum hann. 

Hvað þarf að huga að?

1.       Verndaðu kajakinn frá skemmdum

Bátar sem eru geymdir á óviðunandi hátt geta skemmst þar sem skrokkurinn getur beygst ef þyngd dreifist ekki jafnt.
Sumir geyma kajakinn uppréttan en með því að láta kajak standa upp á enda þá getur það valdið sprungum eða aflagað lögun bátsins. Aðrir hengja kajakinn upp á höldum en handföng eru eingöngu hönnuð til að bera kajakinn.  Með því að hengja hann upp á höldum þá getur það veikt þau og á endanum munu þau slitna eða brotna. 

2.       Verndaðu kajakinn þinn frá veðri og vindum
Kajakar, hvort sem þeir eru úr tré, plasti, trefjaplasti eða öðru efni, geta fljótt eða smám saman skemmst af náttúrulegum orsökum eins og af rigningu, vind, hita, kulda, frosti sólarljósi og saltvatni.

Ef bátur er geymdur úti þá endilega notaðu yfirbreiðslu en það þarf að huga að bátnum við og við og athuga hvort að vatn hafi komist inn sem getur leitt til myglu eða frostskemmda.  

Saltvatn eyðir mörgum efnum og málmum.  Gættu þess að hreinsa bátinn með hreinu vatni eftir hverja notkun og þá bæði innan og undir bátnum.  Ef þú býrð á svæði þar sem mikið salt er í loftinu er mikilvægt að úða af bátnum reglulega til að forðast skemmdir, niðurbrot og tæringu.

3. Verndaðu kajakinn þinn gegn þjófnaði

Kajakinn þinn er fjárfesting.

Svo hvernig verndar þú kajakinn þinn gegn hugsanlegum þjófnaði? Hér eru nokkur grundvallaratriði sem þarf að hafa í huga.

Ef þú ætlar að geyma kajakinn þinn í lengri tíma þá er best að geyma hann í læstri aðstöðu sem fáir hafa aðgang að.
Ef það er af einhverjum ástæðum ekki hægt að geyma kajakinn þinn inni í læstri aðstöðu, reyndu að hafa hann eins falinn og mögulegt er. Þjófar hafa tilhneigingu til að flýta sér þegar þeir stunda sína iðn og halda sig venjulega við hluti sem eru í augsýn og með góðu aðgengi svo að best er að gera þeim erfitt fyrir, feldu kajakinn og læstu honum. 

Við erum með nokkra hluti sem geta hjálpað þér að geyma kajakinn á réttan hátt.

Loftfesting, stál –  Burðarþol upp að 56kg.  
Verð: 7.900 kr.

Hefur líka verið notað til geymslu á ýmsu öðru en kajökum á þessu heimili, til dæmis reiðhjólum og stigum😊

Veggfesting – Heldur kajak og ár. Hægt að leggja saman að vegg þegar ekki er í notkun.
Verð: 4.900 kr.

Yfirbreiðsla – Flott á 12-14ft bátana
Verð: 6.900kr.

Hvenær er of mikill vindur til að fara á kajak? (SOT -Sit on Top)

Hvenær er of mikill vindur til að fara á kajak? (SOT -Sit on Top)

Númer eitt þá þarftu að vera heiðarleg(ur) við sjálfan þig um hversu mikla reynslu þú hefur á kajak. Ef þú hefur ekki farið á kajak áður eða ert með litla reynslu þá er öruggast að fara aðeins þegar vindhraðinn er undir 19 km/klst og veður er gott. Þessi vindhraði er ágætis viðmið fyrir kajak á flestum minni vötnum, tjörnum og hægfara ám.

Vindar frá 8 til 16km/klst geta byrjað að kæla þig niður nema þú sért rétt klædd(ur) og vel varinn frá vind og vætu. Raunveruleikinn er sá að langvarandi vindur yfir aðeins 8 km/klst getur haft áhrif á getu þína til að stjórna kajaknum og koma þér á áfangastað.

Viðmið vindar hér fyrir neðan fer eftir vindátt, staðsetningu sem og reynslu.
Þingvallavatn getur til dæmis verið stórhættulegt þar sem veður og vindar breytast snögglega og vatnið getur hagað sér eins og sjór með stórum öldum áður en þú veist af.

Viðmið fyrir efri vindmörk (á minni vatnsmassa; vötnum, tjörnum og hægfara ám) getur líklega verið einhvers staðar á bilinu 24-32km/klst (6-9m/s)

Þeir sem eru á stærri vötum/sjó ættu að hafa áhyggjur þegar vindhraði nær 16 -24km/klst (4-7m/s)

Vitna í Sigurfara – Siglingafélagið hér á Akranesi sem ráðleggur

“Aldrei að gera meira en þú veist að þú getur”

Það er nauðsynlegt að fylgjast með veðri og vindum og það er eftirvill í lagi að róa í vindmeiri dögum ef vindur stendur á land .

Frábærar síður sem þú ættir að skoða ávalt áður en þú ferð út með kajakinn eru https://www.windy.com/ eða https://belgingur.is/

KAJAKA FESTINGAR

Þegar það er tími til að koma kajaknum A til B þá eru margar týpur af festingum á markaðnum sem hægt er að velja úr. Við ætlum aðeins að kíkja á nokkrar tegundir.

J-Rack (uppselt hjá okkur)

Kajakafesting_bíll_ál
J-Rack -Niðurfellanleg kajakafesting fyrir bílinn. Gerð úr áli og með frauð til varnar sem og ólar. Upp að 45kg burðargeta.


J-Rack er vinsælastur þar sem stæðsti kosturinn er að hann hámarkar rými og stöðugleika. Þeir festast beint á bogann og hægt er að koma tveim kajökum á bílinn. Flestir J-festingar falla saman þegar þeir eru ekki í notkun en það er auðvelt að setja þá saman og taka niður. Burðargeta festingar er mismunandi eftir týpum en fer ekki mikið yfir 40-45kg.
Hægt er að lesa meir um þá hér

Hvernig á að nota J-Rack festingar

Saddle Kajaka festingar

4pckayakrack2_
Kajakfesting er svört og úr álgrind með gúmmípúðum til að koma í veg fyrir rispur og skemmdir. Burðargeta 74kg

Með Saddle festingum þá setur kajakinn flatur á þakinu sem hámarkar öryggi. Oftar en ekki eru þeir notaðir með stærri og þyngri bátum. Ein stæðsta ástæða þess að fólk fær sér þessar festingar er að hægt er að nota þær á nærri allar tegundir kajaka og eru með góða burðargetu.
Ef þú leitar að stöðugleika og öryggi þá er þessi fyrir þig.
Hægt að lesa nánar hér

Þverská og bönd

Margir nota þverslá og bönd til að ferðast með kajakana. Hægt er að kaupa útdraganlegar slær frá mörgum bílavöruverslunum sem eykur plássið á þakinu.