Hvernig geymir þú kajakinn?

Hvernig geymir þú kajakinn?

Þegar þú átt kajak  þá þarf að því hvernig skal undirbúa kajakinn fyrir geymslu.  Við viljum vernda hann frá skemmdum, frá vindum og veðri sem og gegn þjófnaði.

Það skiptir máli að hugsa vel um hvernig gengið er frá kajaknum þar sem við viljum ganga að honum heilum næst þegar við notum hann. 

Hvað þarf að huga að?

1.       Verndaðu kajakinn frá skemmdum

Bátar sem eru geymdir á óviðunandi hátt geta skemmst þar sem skrokkurinn getur beygst ef þyngd dreifist ekki jafnt.
Sumir geyma kajakinn uppréttan en með því að láta kajak standa upp á enda þá getur það valdið sprungum eða aflagað lögun bátsins. Aðrir hengja kajakinn upp á höldum en handföng eru eingöngu hönnuð til að bera kajakinn.  Með því að hengja hann upp á höldum þá getur það veikt þau og á endanum munu þau slitna eða brotna. 

2.       Verndaðu kajakinn þinn frá veðri og vindum
Kajakar, hvort sem þeir eru úr tré, plasti, trefjaplasti eða öðru efni, geta fljótt eða smám saman skemmst af náttúrulegum orsökum eins og af rigningu, vind, hita, kulda, frosti sólarljósi og saltvatni.

Ef bátur er geymdur úti þá endilega notaðu yfirbreiðslu en það þarf að huga að bátnum við og við og athuga hvort að vatn hafi komist inn sem getur leitt til myglu eða frostskemmda.  

Saltvatn eyðir mörgum efnum og málmum.  Gættu þess að hreinsa bátinn með hreinu vatni eftir hverja notkun og þá bæði innan og undir bátnum.  Ef þú býrð á svæði þar sem mikið salt er í loftinu er mikilvægt að úða af bátnum reglulega til að forðast skemmdir, niðurbrot og tæringu.

3. Verndaðu kajakinn þinn gegn þjófnaði

Kajakinn þinn er fjárfesting.

Svo hvernig verndar þú kajakinn þinn gegn hugsanlegum þjófnaði? Hér eru nokkur grundvallaratriði sem þarf að hafa í huga.

Ef þú ætlar að geyma kajakinn þinn í lengri tíma þá er best að geyma hann í læstri aðstöðu sem fáir hafa aðgang að.
Ef það er af einhverjum ástæðum ekki hægt að geyma kajakinn þinn inni í læstri aðstöðu, reyndu að hafa hann eins falinn og mögulegt er. Þjófar hafa tilhneigingu til að flýta sér þegar þeir stunda sína iðn og halda sig venjulega við hluti sem eru í augsýn og með góðu aðgengi svo að best er að gera þeim erfitt fyrir, feldu kajakinn og læstu honum. 


 

Back to blog