Þegar það er tími til að koma kajaknum A til B þá eru margar týpur af festingum á markaðnum sem hægt er að velja úr. Við ætlum aðeins að kíkja á nokkrar tegundir.
J-Rack er vinsælastur þar sem stæðsti kosturinn er að hann hámarkar rými og stöðugleika. Þeir festast beint á bogann og hægt er að koma tveim kajökum á bílinn. Flestir J-festingar falla saman þegar þeir eru ekki í notkun en það er auðvelt að setja þá saman og taka niður. Burðargeta festingar er mismunandi eftir týpum en fer ekki mikið yfir 40-45kg.
Með Saddle festingum þá setur kajakinn flatur á þakinu sem hámarkar öryggi. Oftar en ekki eru þeir notaðir með stærri og þyngri bátum. Ein stæðsta ástæða þess að fólk fær sér þessar festingar er að hægt er að nota þær á nærri allar tegundir kajaka og eru með góða burðargetu.
Ef þú leitar að stöðugleika og öryggi þá er þessi fyrir þig.
Mjúkar kajakafestingar, eða „soft racks,“
Einföld og þæginleg leið til að festa kajak á bíl án þess að þurfa toppgrind eða þverboga. Gott fyrir stuttar ferðir
Virkni
-
Efni og hönnun: Festinganar eru úr sterku, en mjúku efni sem ver bæði bílinn og kajakinn gegn rispum og hnjaski.
-
Uppsetning á þaki: Festingarnar eru lagðar beint ofan á bílþakið og eru síðan festar tryggilega með ströppu sem eru áfastir og tilheyrandi krókum. Hver festing hefur tvö bönd: eitt sem fer í gegnum innra byrði bílsins, og annað sem heldur kajaknum á sínum stað.
-
Festing kajaksins: Þegar kajakinn er settur ofan á mjúku festingarnar, eru öryggisbönd vafin utan um hann og spennt niður,
-
Öryggi í akstri: Þegar kajakinn er festur með böndum, er mælt með að stöðva og athuga reglulega hvort böndin séu ennþá strekkt, sérstaklega á lengri ferðum. Sumir kjósa að nota auka öryggisfestingar framan og aftan til að auka stöðugleika, sérstaklega ef kajakinn er langur.
Kostir við mjúkar kajakafestingar
- Auðvelt að setja upp og fjarlægja: Engin þverbogi eða grind er nauðsynleg, svo þetta er frábært fyrir fólk sem vill frelsi án mikilla fjárfestingar.
- Vernd fyrir bílinn: Þar sem mjúka efnið kemur á milli bílþaksins og kajaksins, er minni hætta á að rispur eða hnjask myndist á lakki bílsins.
-
Flytjanlegt og þægilegt: Mjúkar festingar eru léttar og auðvelt að geyma þær, svo þær henta vel í ferðalög.