
Neoprene er gerfiefni sem er notað í blautgalla, skó og hanska. Hér eru nokkur atriði til að lengja líftíma búnaðs með neoprene efni í:
• Neoprene efni er ekki gert fyrir heitt vatn eins og heitapott eða sundlaug
• Skolaðu búninginn í köldu/volgu vatni strax eftir notkun til að fjarlægja salt og sand úr. Ekki þvo hluti með Neoprene í þvottavél eða nota þurrkara.
• Gott er að þvo gallann með sjampó við og við.
• Þurrkaðu búninginn á flötu yfirborði eða reyndu alltaf að hengja blautbúninginn þinn yfir slétt yfirborð, eins og svalahandriði.
• Ekki hengja hann upp þar sem það getur teygst úr honum, eða setja á hita til að hraða þurrkunina, þar sem þetta getur skemmt Neoprene efnið.
Skór og hanskar
- Handþvo - Max hiti er 40¨c
- Ekki nota klór
- Ekki nota þurrkara
- Ekki strauja