Leigan
Langtímaleiga eða nokkrir klukkutímar - við höfum bátinn fyrir þig.
- Leiga er háð veðri og aðstæðum hverju sinni.
- Gott er að hafa í huga að veður er breytilegt og ekki er ráðlagt að fara út á sjó ef vindaspá sýnir yfir 4 m/s.
- Skilyrði fyrir leigu á bát er að vera orðinn 18 ára eða í fylgd með fullorðum
- Þú berð ábyrgð á þínu öryggi!
Opnunartími fyrir staðbundaleigu (dagleigu) 10:00-16:00 daglega eða eftir samkomulagi..
Hafðu samband og bókaðu fyrirfram fyrir bæði dags- og langtímaleigu.
Við erum leiga sem ætluð er fyrir smærri hópa eða einstaklinga. Við bjóðum upp á langtímaleigu (to-go rental) eða staðbundnaleigu í nærumhverfi Akranes.
Við erum ekki með skipulagðar kajaka ferðir.
Fyrir leiguna: Bókun er nauðsynleg til að tryggja bát. Hægt að bóka með því að hringja -773-0262, senda skilaboð í gegnum Messenger eða netfang bluewaterkayaks [at] outlook.com
Sólahringsleigan + (To-go rental) - taktu bát með þér á þann áfangastað sem hentar í eins langan tíma og þér hentar.
Með hverri "to go" leigu fylgir með; sæti, árar, vatnsheldur símapoki og björgunarvesti. - Sérkjör þegar bátur er tekinn lengur en í sólahring.
Hvernig virkar staðbunda leigan?
- Pantar tíma
- Mætir á staðinn
- Skrifar undir ábyrgðaryfirlýsingu
- Ferð í vesti
- Tekur bátinn niður á strönd
- Skemmtir þér konunglega!
Við mælum með að allir nýir róðrarar hafi samband við siglingafélag í sínu sveitar- eða bæjarfélagi og taki sér tíma til að kynna sér sportið undir leiðbeiningum fagmanna. Það mun gera reynsluna skemmtilegri og öruggari.
Leigan opin frá 1.maí til 30.september.