Öryggi og skilmálar leigu

 

  • Ekki ferðast ein(n)
  • Láttu vita af ferðum þínum
  • Fylgstu með veðurspá
  • Vertu rétt útbúin(n) og hafðu aukaföt meðferðis
  • Hafðu nesti
  • Ávallt að nota björgunarvesti
  • Hafðu með þér síma í vatnsheldum poka

Skoðaðu síðuna hjá kayakaklubburinn.is og öryggisbæklinginn hjá þeim.
Alltaf fylgjast með https://safetravel.is/ og vindspá
Sjávarföll
Fyrir byrjendur; 8 seríu stutt video frá Kanoe og kayaka magazine

Skrifað er undir leigurskilmála þegar bátur er tekinn á leigu utan svæðis en ábyrgðaryfirlýsing er skrifuð undir ef bátur er tekinn á leigu staðbundið. 

Ábyrgðaryfirlýsing

1 Leigutaki tekur á leigu kayak og/eða SUP („hið leigða“) í eigu Blue Water Kayaks ehf., kt. 550121-0850, að Bakkatúni 22, 300 Akranesi („leigusali”).

2 Leigutaki staðfestir að hann hafi fengið öryggisbækling afhentan sem hann hafi lesið og skilið og að hann muni að öllu leyti fylgja reglum, leiðbeiningum og öryggisatriðum sem þar koma fram, sem og reglum og leiðbeiningum sem leigutaka eru veittar á svæðinu sjálfu.

3 Leigutaki staðfestir að hann hafi nægilega þekkingu og getu til að nota hið leigða og muni sýna full aðgæslu við alla notkun og meðferð hins leigða.

4 Leigutaki ábyrgist alla notkun hins leigða, þar með talið notkun hins leigða af aðilum á vegum leigutaka. Leigutaki ábyrgist að hið leigða sé ekki notað: (a) í ólögmætum tilgangi; (b) á ógætilegan eða gáleysislegan hátt; eða (c) undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna.

5 Leigusali ber enga ábyrgð gagnvart leigutaka eða þriðja aðili vegna slysa, skemmda, beins eða óbeins tjóns sem orsakast af notkun eða meðferð hins leigða.

6 Leigutaki skal til að skila hinu leigða til leigusala á umsömdum tíma og í sama ástandi og hann fékk hið leigða afhent.

7 Leigutaki ber alla ábyrgð á notkun og meðferð hins leigða þar til hann hefur skilað því til leigusala, þar með talið á öllu tjóni og skemmdum sem kunna að verða á hinu leigða eða af þess völdum.